Ríkissaksóknari ósáttur 16. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira