Lögreglustjóri átalinn harðlega 17. febrúar 2005 00:01 Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Karlmanni voru í dag dæmdar bætur vegna ámælisverðra vinnubragða lögreglunnar í Reykjavík. Hann lá í tvö og hálft ár undir grun um refsiverðan verknað án þess að ákæra væri gefin út. Hæstiréttur átelur lögreglustjórann í Reykjavík harðlega fyrir sleifarlagið og segir þessi vinnubrögð brot á friði mannsins og æru hans. Maðurinn var kærður til lögreglu í október árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt. Hann sat í gæsluvarðhaldi í um viku vegna málsins en ákæra á hendur honum var síðan ekki gefin út fyrr en í mars 2002 eða tveimur og hálfu ári eftir að málið er tilkynnt til lögreglu. Hann var síðar sýknaður af ákærunni vorið 2002. Maðurinn krafðist bóta vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Hæstiréttur fellst ekki á það en telur hins vegar að rannsókn málsins hafi ekki verið með eðlilegum hraða og að þessi dráttur sé óhóflegur og verði ekki skýrður með manneklu hjá lögreglustjóraembættinu en lögreglustjórinn afsakaði seinaganginn með því að lögreglumaðurinn sem annaðist rannsókn málsins hafi farið til Bosníu í níu mánuði og málið því beðið á meðan. Hæstiréttur dæmir manninum hálfa milljón króna í bætur og segir drátt lögreglustjórans vera brot á friði mannsins og æru. Þetta er í annað sinn á innan við viku sem dómstólar landsins snupra lögregluyfirvöld fyrir seinagang í vinnubrögðum. Í síðustu viku setti Héraðsdómur Reykjaness ofan í við sýslumanninn í Hafnarfirði fyrir seinagang, sem væri brot á lögum, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að svona óeðlilegur dráttur ætti sér stað af og til. Það væri óásættanlegt en til að koma í veg fyrir slíkt þyrftu sýslumannsembættin að ráða yfir nægilegum mannafla. Slíkt væri alltaf spurning um fjárveitingu til embættanna. Fréttastofa ákvað því að leita til yfirmanns sýslumanna landsins, Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Hann vildi hins vegar ekki veita viðtal en sagði að aldrei væri hægt að komast algjörlega hjá því að svona mál kæmu upp og þetta væri rætt reglulega í ráðuneytinu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þær ákúrur sem dómstólar hefðu veitt sýslumönnum vegna vinnubragða sem brjóta gegn lögum og stjórnarskrá lýðveldisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira