Innlent

Aðgerðir vegna gigtarlyfja

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur farið yfir tiltæk gögn og komist að þeirri niðurstöðu að aukin hætta á hjarta- og æðaáföllum fylgir notkun allra lyfja af flokki COX-2 hemla. Samkvæmt öryggisráðstöfunum skal ekki nota COX-2 hemla hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm eða hjá þeim sem hafa fengið heilablóðfall. Arcoxia skal ekki ávísa á sjúklinga með of háan blóðþrýsting ef hann er ekki meðhöndlaður á fullnægjandi hátt. Læknar þurfa að sýna varúð við ávísun COX-2 hemla til sjúklinga með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma eins og til dæmis háþrýsting, hækkað kólesteról í blóði, sykursýki og reykingar. Þetta á einnig við um sjúklinga með æðakölkun í útlimum. Hér á landi eru eftirfarandi lyf á markaði sem tilheyra þessum flokki: Arcoxia Celebra Dynastat og Bextra. Lyfjastofnunin íslenska íslenska hvetur fólk til að hafa samband við lækni til að ræða hvort hætta skuli töku ofangreindra lyfja eða halda henni áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×