Segir seinagang óviðunandi 18. febrúar 2005 00:01 Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Dómsmálaráðherra telur óviðunandi að sýslumenn og lögregla leggi ekki fram ákærur í málum fyrr en mörgum mánuðum eftir að rannsókn lýkur og ætlar að gera gangskör að því að auka hraðann. Embættin fá þó ekki meira fé. Karlmanni var í Hæstarétti í gær dæmd hálf milljón í bætur vegna þess að hann var í tvö og hálft ár grunaður um fjárdrátt án þess að ákæra væri gefin út. Í síðustu viku setti héraðsdómur ofan í við sýslumann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru og sagði það mannréttindabrot. Ekki er langt síðan kæra sem kona lagði fram vegna líkamsárásar fyrndist í höndum sýslumanns. Ríkissaksóknari segir að embættin þurfi nægan mannafla til að koma í veg fyrir slíkan drátt. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur haft þessi mál til skoðunar. Verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála skilaði skýrslu fyrir skömmu þar sem meðal annars er lagt til hvernig megi auka málshraða. Björn segir að þau atvik sem verið hafi til umræðu að undanförnu sýni að það sé ástæða til að taka þennan þátt sérstaklega út úr skýrslunni og vinna að framkvæmd hans í samvinnu við ríkissaksóknara. Aðspurður hvort það sé hægt án þess að auka fjárframlög til verkefnanna og sömuleiðis mannafla segir Björn að ekki sé gert ráð fyrir því í þeim athugunum sem dómsmálaráðuneytið sé með heldur sé þetta spurning um ákveðin vinnubrögð. Björn telur þannig nóg að endurskoða verklagið og að ef það þurfi að breyta lögum verði litið til þess líka. Hann segist ekki hafa kynnt sér hversu algengt það sé að dráttur á málum sé meira en eitt ár. Aðspurður hvort hann telji að gera þurfi eitthvað sérstaklega í þeim tilvikum sem nýlega hafi komið upp segir Björn að dómur hafi fallið í þeim málum og sýslumannsembættin taki til sín það sem dómararnir segi og það ætti að duga til þess að menn átti sig á því að í einstökum málum þurfi þeir að gæta þess sem dómararnir vísi til.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira