Verður Surtsey ferðamannastaður? Guðmundur Magnússon skrifar 20. febrúar 2005 00:01 Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun