Ódýrara að taka lán fyrir skálanum 21. febrúar 2005 00:01 Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“ Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira