Sjö króna sekt fyrir grammið 22. febrúar 2005 00:01 Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók 103 kíló af munntóbaki sem fannst í farangri flugfarþega síðasta árs. Þeir sem eru stöðvaðir með munntóbak í fórum sínum eru sektaðir um sjö krónur á hvert gramm eða um 350 krónur á hverja dós. Tollurinn í Reykjavík fann og lagði hald á 23 kíló af munntóbaki í fyrra. Kári Gunnlaugsson, aðaldeildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, segir suma vera með nokkrar dósir í fórum sínum en aðra vera með nokkra tugi dósa. Á Keflavíkurflugvelli var sektað fyrir um 750 þúsund krónur á síðasta ári. "Það er erfitt að standa í þessu þar sem ekki gilda sömu reglur alls staðar. Helst finnst munntóbak í farangri þeirra sem koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi," segir Kári. Sumir verða reiðir þegar tollgæslan gerir munntóbakið upptækt að sögn Kára. Hann bætir jafnframt við að þó munntóbakið sé bannað í flestum löndum Evrópu sé það leyfilegt í nokkrum nágrannalöndum okkar. "Við tökum allt munntóbak sem við finnum. Okkur er ekki stætt á öðru því þetta er ólöglegt og okkur ekki heimilt að hleypa fólki í gegn með tóbakið," segir Kári en margir eru háðir tóbakinu og eru að flytja það með sér til einkaneyslu. Munntóbakið sem tollurinn leggur hald á fer í brennslu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Munntóbakssmásali sem blaðið ræddi við hefur meðal annars selt bæði tollvörðum og lögreglumönnum munntóbak. Yfirleitt keyrir hann tóbakið heim til viðskiptavina en fyrir kemur að það sé afhent á bensínstöðvum eða á öðrum almenningsstöðum eða þá að kaupendur komi heim til hans og sæki vöruna. Sjálfur er hann með lítinn hóp viðskiptavina og er aðallega að selja vinum sínum og nokkrum til viðbótar. Hann kaupir munntóbakið af heildsala sem selur smásölum um 2500 dollur hálfsmánaðarlega eða um 125 kíló. Veit hann að minnsta kosti um tvo söluturna í Reykjavík selja munntóbak undir borðið. Smásalinn undrast að munntóbak sé bannað á meðan neftóbak er leyft en margir neytendur munntóbaks hafa farið þá leið að taka venjulegt neftóbak í vörina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira