Orðlaus yfir sýknudómi 23. febrúar 2005 00:01 Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira