Formannskjör ekki útilokað 25. febrúar 2005 00:01 p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira