Hip-Hop kynslóðin í NBA 1. mars 2005 00:01 Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun