Innlent

Hópur ungs fólks gegn ríkisáfengi

Þverpólitísk samtök ungs fólks um bætta vínmenningu verða stofnuð í Iðnó á hádegi í dag. Forsvarsmenn samtakanna segja framfaraskref í bættri vínmenningu hafa verið stigið með sölu bjórs á landinu. Nú sé kominn tími á að stíga næsta skref og lækka áfengisgjald og afnema einkasölu á bjór og léttvíni. Helga Kristín Auðunsdóttir, formaður samtakanna, segir félagsmenn ætla að standa að umræðu um frumvarp fimmtán Alþingismanna sem stefni að afnámi einkasölunni í von um brautargengi þess. Samtökin ætli einnig að standa fyrir fundum og greinarskrifum til að hrinda breytingunum í framkvæmd. Guðlaugur Þór Þórðarson sjálfstæðisflokki talar fyrir frumvarpi þingmannanna úr öllum flokkum, utan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um fyrrgreinda lagabreytingu. Hann segir hægt að kaupa léttvín og bjór í verslunum úti á landi þar sem ÁTVR hafi samið við einkaaðila í verslunarrekstri þar um sölu þess. Þetta vilji þingmennirnir einnig sjá á höfuðborgarsvæðinu en að sala áfengis í verslunum verði háð ströngum reglum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×