Innlent

Allir yfir 200 þúsund krónur

Laun hjúkrunarfræðinga hækka að minnsta kosti um sautján prósent á einu ári með nýjum kjarasamningi Bandalags háskólamanna. Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist sátt við samninginn: "Þegar nýja launataflan tekur gildi verður ekkert BHM félaganna undir 200 þúsund krónum í launum. Ég geri mér vonir um að hjúkrunarfræðingar verði ekki lægst í launatölunni því þeir eru með fjögurra ára háskólanám að baki." Elsa segir byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga rúm 168 þúsund krónur um þessar mundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×