Innlent

R-listinn sveik loforð

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, segir R-lista hafa rofið heiðursmannasamkomulag sem laut að því að hann fengi að leggja fram tillögu um endurskoðun á niðurrifi gamalla húsa við Laugarveg á fundi borgarstjórnar í dag. Að sögn Ólafs hefur borgarstjóri frestað tillögu hans um endurskoðun á deiliskipulagi Laugavegarins. Hann segir núverandi hugmyndir R-listans um niðurrif húsa alltof róttækar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, neitar því að hafa brotið heiðursmannasamkomulagið. "Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs borgarinnar, lagði fram tillögu um myndun nýs hóps sem á að meta skipulagið og velja af kostgæfni hvaða húsi eigi að rífa. Tillaga Ólafs, sem snýr að verndun allra húsanna, var andstæð henni og því vísað til frekari umræðu í skipulagsráði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×