Innlent

Margrét hafnaði tilnefningu

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, hafnaði því að gefa kost á sér í framboð til varaformanns flokksins fyrir skemmstu. Fjölmargir þingfulltrúar stungu upp á henni þegar óskað var eftir tilnefningum utan úr sal en Margrét sagðist ekki taka tilnefningunni þar sem hún vildi ekki efna til ófriðar í flokknum. Margrét greindi frá því í ræðu sinni á flokksþinginu að 50 manns hefðu skráð sig á stuðningslista við hana í gær og hvatt hana til framboðs. Einnig var stungið upp á Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni flokksins. "Nei, ég er ekki í framboði," svaraði hann þegar spurt hvar hvort hann tæki tilnefningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×