Innlent

Tók fyrstu skóflustungu

Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tók fyrstu skóflustunguna að stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól á laugardag. Alfreð sagði þá að fjárfest yrði fyrir 6,3 milljarða króna í Hellisheiðarvirkjun á árinu og sagði framkvæmdirnar hafa mikil áhrif í samfélaginu. "Rösklega 800 manns munu starfa að uppbyggingu orkuvera og álvers. Þegar framkvæmdum lýkur munu um 30 - 40 manns vinna við virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja og rúmlega 350 manns starfa hjá Norðuráli, en þar af bætast við um 160 ný störf vegna stækkunar verksmiðju Norðuráls á Grundartanga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×