Innlent

Ráðherra vill lengja fæðingarorlof

"Það hefur verið til umræðu hvort fæðingarorlofsrétturinn eigi að vera framseljanlegur en ég er ekki þeirrar skoðunar. Með því væri verið að taka svo mikilvæga breytu út úr kerfinu," segir Árni. "Við eigum frekar að taka það til umræðu hvort heildartíminn megi ekki vera lengri, hvort ekki ætti að lengja fæðingarorlof í heild sinni í tólf mánuði. Ég útiloka ekki að það geti gerst," segir hann. Spurður hvort það verði næsta skref segir hann að það sé nærtækara heldur en að breyta grunnforsendunum í kerfinu með því að gera réttinn framseljanlegan. "Framseljanlegur réttur myndi kippa fótunum undan grunnhugsuninni í kerfinu, sem er að barnið geti notið samvista við báða foreldra," bendir Árni á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×