Innlent

Samfylkingin bjóði sér fram

Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða eftir rúmt ár. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi. Bent er á að samstarfið í Reykjavík hafi verið farsælt en tími sé kominn fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr samstarfinu innan Reykjavíkurlistans. Samfylkingin sé orðinn stór flokkur sem hafi átt mikilli velgengni að fagna í Reykjavík og beri úrslit síðustu alþingiskosninga vott um það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×