Ríkið hamlar endurmenntun 9. mars 2005 00:01 Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Ríkið hamlar endurmenntun íslenskra lækna, segir Bjarni Þór Eyvindsson formaður Félags unglækna. Hann er ekki sammála gagnrýni sem fram hefur komið á boðsferðir á vegum lyfjafyrirtækja og segir þær meðal þeirra leiða sem læknar hafi til að endurmennta sig og kynnast nýjungum í læknisfræði. Í grein Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í nýútkomnu Læknablaði segir að áhugavert sé að fá fram hvað læknanemum hér á landi finnist um þessi mál. Landlæknir segir enn fremur í greininni, að það sé tilfinning margra að þeim læknum hérlendis fari fjölgandi, sem finnist samskipti lækna og lyfjafyrirtækja vera komin út fyrir allt velsæmi. "Mín persónulega skoðun er sú að þegar þessar ferðir eru í þeim tilgangi að menn eru að sækja sér endurmenntun þá er þetta í lagi, þótt setja megi stærra spurningamerki við einhverja auglýsingaráðstefnu hjá einu fyrirtæki," sagði Bjarni Þór. "Læknisfræðin gengur út á stöðuga öflun nýrra upplýsinga, þótt við nýtum ekki nema hluta af þeim, eftir að hafa metið þær til gagns fyrir okkur og okkar skjólstæðinga. Eins og staðan er í dag hafa menn séð gott tækifæri í þessum ferðum til að ná sér í endurmenntun," bætti hann við og kvaðst telja að sumir hefðu gengið of langt í gagnrýni sinni á boðsferðir, meðal annars með því að tala um "mútuferðir. "Ríkið hefur ekki komið til móts við lækna á Íslandi hvað varðar endurmenntun og símenntun, sem erfitt er að sinna hér vegna smæðar landsins," sagði Bjarni Þór. "Þetta hefur því verið einn af fáum möguleikum sem íslenskir læknar hafa átt til að sækja sér endurmenntun. Eins og kerfið er í dag eigum við rétt á að fara á eina ráðstefnu á ári á kostnað ríkisins samkvæmt kjarasamningum. Samkvæmt lögum er ríkið bundið því að gefa út sérlyfjaskrá fyrir lækna til að við vitum hvaða lyf eru á markaði. Síðasta skrá var gefin út fyrir 2002 og 2003. Ekki er boðið upp á nein námskeið til dæmis á endurmenntunarsviði Háskóla Íslands. Þetta sýnir hvernig ríkið býr að endurmenntun lækna og hefur fremur hamlandi áhrif heldur en hitt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira