Innlent

Strand í tekjustofnanefnd

Tekjustofnanefnd sem ræðir breytta tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkisins hefur ekki fundað í rúma viku. Guðjón Bragason, formaður nefndarinnar, segir ágreining um útfærslu á einu atriði í tillögum hennar sem ekki hafi tekist að leysa. Hann vill ekki geta hvert það er: "Atriðið er af þeim toga að það leysist ekki á fundi heldur á æðstu stöðum." Stefnt var að lokum viðræðnanna fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir rúma viku. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður en Guðjón á von á að málið leysist í bráð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×