Innlent

Kristín og Ágúst efst í kjörinu

Prófessorarnir Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir fengu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fór í gær. Auk þeirra voru prófessorarnir Jón Torfi Jónasson og Einar Stefánsson í framboði. Þar sem enginn fékk meirihluta atkvæða verður kosið aftur á milli Ágústs og Kristínar um nýjan rektor háskólans fimmtudaginn 17. mars, þar til annað þeirra hlýtur meirihluta. Litlu munaði á prófessorunum tveimur í gær. Kristín fékk 28,7% gildra atkvæða og Ágúst 27,6%. 24.7% kusu Jón Torfa og um 19% kusu Einar. Rúmlega 9900 voru á kjörskrá, þar af um ellefu hundruð starfsmenn Háskóla Íslands og um 8.800 nemendur. Kjörsókn var um 30%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×