Hæstiréttur vítti Sýslumann 11. mars 2005 00:01 Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur nú í tvígang á skömmum tíma fengið ávítur hjá dómstólum fyrir að draga mál úr hömlu. Í fyrra málinu setti Héraðsdómur ofan í við hann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru. Í seinna málinu er það sjálfur Hæstiréttur og hann er ekkert að spara það: „Drátturinn er vítaverður.“ Síbrotamaður hafði brotist inn á heimili í Garðabæ og verið handtekinn tveimur dögum síðar. Hann gekkst strax við brotinu. Rannsókn var lokið í janúar 2003 en Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gaf ekki út ákæruna fyrr en í september hátt í tveimur árum síðar. Slíkur dráttur er í andstöðu við stjórnarskrána og hefðu dómarar getað sýknað innbrotsþjófinn hefði afbrotaferill hans ekki verið eins langur og raun ber vitni. Spurður hver víti Sýslumann fyrir vítaverðan verknað svaraði dómsmálaráðherra að það hefði Hæstiréttur þegar gert í þessu tilviki. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði er ekki einn meðal Sýslumanna um að hafa fengið viðlíka ákúrur en hann hefur áður sagt að álag og forgangsröðun valdi töfum á minniháttar sakamálum. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er verið að endurskoða starfsemina til að bæta úr þessum vanda - en það er í samræmi við bréf sem dómsmálaráðherra sendi öllum lögreglustjórum landsins nú nýlega þar sem er óskað eftir að þeir skoði með hvaða hætti hægt er að einfalda og auka skilvirkni rannsókna á opinberra mála. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur nú í tvígang á skömmum tíma fengið ávítur hjá dómstólum fyrir að draga mál úr hömlu. Í fyrra málinu setti Héraðsdómur ofan í við hann fyrir að draga í meira en ár að gefa út ákæru. Í seinna málinu er það sjálfur Hæstiréttur og hann er ekkert að spara það: „Drátturinn er vítaverður.“ Síbrotamaður hafði brotist inn á heimili í Garðabæ og verið handtekinn tveimur dögum síðar. Hann gekkst strax við brotinu. Rannsókn var lokið í janúar 2003 en Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gaf ekki út ákæruna fyrr en í september hátt í tveimur árum síðar. Slíkur dráttur er í andstöðu við stjórnarskrána og hefðu dómarar getað sýknað innbrotsþjófinn hefði afbrotaferill hans ekki verið eins langur og raun ber vitni. Spurður hver víti Sýslumann fyrir vítaverðan verknað svaraði dómsmálaráðherra að það hefði Hæstiréttur þegar gert í þessu tilviki. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði er ekki einn meðal Sýslumanna um að hafa fengið viðlíka ákúrur en hann hefur áður sagt að álag og forgangsröðun valdi töfum á minniháttar sakamálum. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu í dag er verið að endurskoða starfsemina til að bæta úr þessum vanda - en það er í samræmi við bréf sem dómsmálaráðherra sendi öllum lögreglustjórum landsins nú nýlega þar sem er óskað eftir að þeir skoði með hvaða hætti hægt er að einfalda og auka skilvirkni rannsókna á opinberra mála.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira