Innlent

Stjórnmálasamband við Gvæönu

Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við Gvæönu og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í New York í fyrradag. Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam. Íbúar landsins eru 750 þúsund talsins og flestir enskumælandi. Landið er um það bil helmingi stærra en Ísland að flatarmáli en byggðin er að mestu við ströndina. Stór landsvæði eru undir sjávarmáli og eru varin miklum flóðgörðum. Engu að síður urðu mikil flóð í landinu í vetur sem leið og ollu miklum búsifjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×