Eiður Smári mætir Bæjurum 18. mars 2005 00:01 Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira