Innlent

Viðræður um varnarmál í apríl

"Það er ekki hægt að segja til um hvernig þær fara fyrr en við horfum framan í þá," segir Davíð. "Við vonumst til þess að eftir fundi mína með forseta Bandaríkjanna og fyrrverandi utanríksráðherra Bandaríkjanna og samtöl og símtöl við núverandi utanríkisráðherra að skilningur sé á því að hér þurfi að vera lágmarksvarnir." Davíð segir að jafnframt sé skilningur á því að hlutfall hins viðskiptalega flugvallar annars vegar og varnarflugvallarins hins vegar hafi breyst hinum almennu viðskiptum í hag. "Við hljótum því að þurfa að taka mið af því," segir Davíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×