Innlent

Varnarviðræður um miðjan apríl

Viðræður um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin hefjast að nýju um miðjan apríl. Niðurstöðurnar munu hafa áhrif á atvinnumál á Suðurnesjum og fjárhag íslenska ríkisins þar sem rætt verður um varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og aukna þátttöku Íslands í kostnaði við rekstur vallarins. Varnarviðræðurnar hafa verið í biðstöðu undanfarið vegna aðstæðna í Bandaríkjastjórn. Hlé var fyrst gert í tengslum við forsetakosningar í Bandaríkjunum og svo við utanríkisráðherraskipti. Nú hafa þær hins vegar verið settar á áætlun að nýju. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ekki sé búið að tímasetja viðræðurnar nákvæmlega. Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna komi í byrjun apríl en hann eigi ekki von á það verði neinar samningaviðræður við hann um þessi efni, það hafi aldrei staðið til, en samningaviðræður muni svo fara fram í framhaldinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×