Innlent

Nýr meirihluti á Blönduósi

"Viðræður okkar gengu eins í sögu og engin snurða hljóp á þráðinn," segir Ágúst Þór Bragason, sem verður formaður bæjarráðs Blönduóss, en myndaður hefur verið nýr meirihluti í bænum. Er þar um að ræða samstarf D-lista Sjálfsstæðismanna og H-lista vinstri manna og óháðra. Ágúst segir vonir standa til að horft verði fram á veginn í stað deilna eins og þeirra sem sprengdu fyrri meirihluta milli D-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka. "Það gefur gott veganesti að vita til þess að ekkert kom upp á í þessum meirihlutaviðræðum og að því leyti göngum við til verks með tandurhreinan skjöld og það er staðfastur vilji beggja aðila að láta gott af okkur leiða." Fyrri meirihluti sprakk að hluta vegna trúnaðarbrests sem varð vegna ákvörðunar Valdimars Guðmanssonar, fyrrverandi formanns bæjarráðs um að hefja framkvæmdir við byggingu þjónustuhúss án þess að leggja málið fyrir bæjarstjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×