Innlent

Minkafrumvarp enn í smíðum

Frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafði í smíðum varðandi fækkun á minknum í íslenskri náttúru er enn í vinnslu undir handleiðslu nýs umhverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja málið fram á Alþingi. Að sögn Haraldar Johannessen, aðstoðarmanns umhverfisráðherra, er frumvarpið enn í smíðum í ráðuneytinu og meðan svo er verður engin ákvörðun tekin um framhald málsins. Í frumvarpinu er bent á nauðsyn þess að grípa til aðgerða sem fyrst en vísindamenn telja að minkastofninn hafi þrefaldast á síðustu áratugum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×