Sport

Grindavíkurstúlkur í úrslit

Grindavíkurstúlkur mættu mjög ákveðnar og einbeittar til leiks í Hafnarfirði í gærkvöldi. Eftir að jafnræði hafði verið með liðunum framan af fyrsta leikhluta tóku gestirnir úr Grindavík, með Ritu Williams fremsta í flokki, öll völd á vellinum og unnu sanngjarnan og auðveldan sigur, 56-75. Fáir hefðu þorað að spá því að Grindavíkurliðið ynni einvígi liðana í tveimur leikjum eins og raun bar vitni, en liðið virðist svo sannarlega vera að smella saman á réttum tíma. Sólveig Gunnlaugsdóttir, fyrirliði liðsins, var kampakát eftir leikinn í gær og þakkaði liðsheildinni sigurinn. "Það hefur sennilega enginn nema við trúað að við myndum vinna 2-0. Við lögðum upp með það sama fyrir þennan leik og þann fyrri, nema hvað við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn aftur eins og gerðist síðast. Liðið er allt að smella saman hjá okkur núna, við spiluðum sem lið í dag og allir hafa gaman af þessu", sagði Sólveig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×