Báru ljúgvitni um nauðgun 21. mars 2005 00:01 MYND/Vísir Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni. Tildrög voru þau að stúlkurnar áttu einhver orðaskipti við Varnarliðsmanninn rétt fyrir utan Akranesbæ í fyrra sem leiddi til þess að nokkru síðar kærði önnur stúlkan hann fyrir nauðgun og hin bar vitni um að það væri rétt. Þegar til átti að taka var Varnarliðsmaðurinn farinn í frí til Bandaríkjanna en bandaríska herlögreglan hafði strax uppi á honum og flutti hann hingað til lands. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en réttarhald átti að hefjast yfir honum, í samvinnu sýslumanns á Akranesi og íslenskra og bandarískra yfirvalda á Keflavíkurflugvelli, barst sýslumanni vísbending um að ekki væri allt með felldu og þegar gengið var á stúlkunrar kom í ljós að kæran átti ekki við rök að styðjast. Málið var þar með fallið um sjálft sig. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sýslumanns var sérstaklega kannað hvort hótanir kynnu að hafa haft áhrif á framburð stúlknanna en svo var ekki. Varnarliðsmanninum var þá sleppt en stúlkan sem kærði dæmd í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna, en sú sem bar ljúgvitni í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið. Þrátt fyrir að þessu tiltekna máli sé þannig lokið kunna áhrif þess að verða langvinn, að sögn Ólafs Þórs. Í svona málum séu þungar sönnunarkröfur sem menn hafi velt mikið fyrir sér í ljósi fjölda sýknudóma. „Þetta mál sýnir að fyllsta ástæða er til að gera ríka sönnunarkröfu í þessum málum og kannaður sé vel grundvöllur svona áskana þegar þær koma fram,“ segir Ólafur Þór.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira