Innlent

Heimdallur vill afnema fyrningu

Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Stjórnin segir kynferðisbrot gegn börnum hafa meðal annars þá sérstöðu að aðstöðumunur geranda og þolanda sé mikill og rannsóknir hafi sýnt að þolandi átti sig oft ekki á því að um brot sé að ræða fyrr en löngu eftir að brotið var gegn honum. Einnig megi benda á að samkvæmt almennum hegningarlögum séu ýmis önnur alvarleg brot ekki háð fyrningu. Stjórn Heimdallar hvetur því alþingismenn til þess að breyta almennum hegningarlögum þannig að fyrningarfrestur falli niður þegar um er að ræða kynferðisbrot gegn barni yngra en 14 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×