Innlent

Minna fé til listaverkakaupa

Listasafn Íslands hefur átta milljónum króna minna fé að raunvirði til kaupa á listaverkum en það hafði árið 1989. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri-grænna. Í svari ráðherra kemur fram að Listasafn Íslands hafði 7,4 milljónir króna til að kaupa listaverk 1989, það jafngildir 18,6 milljónum króna að núvirði. Í ár hefur Listasafnið hins vegar 10,8 milljónir til að kaupa listaverk, tæpum átta milljónum minna en ef upphæðin hefði verið látin fylgja verðlagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×