Innlent

Jákvæður rekstur í Firðinum

Rekstur Hafnarfjarðar fyrir fjármagnsliði var jákvæður um 727 milljónir króna og var það 521 milljónum króna betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 1.239 milljónir og er það líka betri árangur. Mikil uppbygging átti sér stað í fyrra og námu fjárfestingarnar 1.415 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 624 milljónum króna. Fjármagnsliðir reyndust jákvæðir um 512 milljónir.  Heildarskuldir bæjarins hefðu lækkað á árinu ef ekki hefði komið til 700 milljón króna skuldfærsla á byggingarreitum sem enn eru í uppbyggingu. Þá hækkaði eigið fé um 34 prósent á milli ára og nam 4.893 milljónum króna. Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að ársreikningur bæjarins hafi verið kynntur blaðamönnum áður en kynningarfundur var haldinn með bæjarfulltrúum í gær. "Þetta eru slæleg og óeðlileg vinnubrögð," segir hann. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að ársreikningurinn hafi birst á vef Kauphallarinnar í gærmorgun og því hafi verið um opinber gögn að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×