Innlent

Komið verði á foreldrafræðslu

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir fjórum árum til að vinna að heildstæðri stefnumótun í málefnum barna og unglinga hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem talið er að koma megi í framkvæmd á næstu fimm árum, þar á meðal foreldrafræðslu.  Meðal annars er lagt til að íslenska ríkisstjórnin taki ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá janúar 2003 varðandi framkvæmd Barnasáttmálans til gaumgæfilegrar athugunar, geri framkvæmdaáætlun og hrindi þeim úrbótum sem horfa til heilla hið fyrsta í framkvæmd. Enn fremur eigi að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu með því að koma á skipulegri og samræmdri foreldrafræðslu og ráðgjöf í uppeldisefnum fyrir alla foreldra. Einng verði reynt að tryggja að fjárhagslegur stuðningur hins opinbera við fátækar barnafjölskyldur sé nægur og skilvirkur, aðferðir við hann séu almenningi skiljanlegar og verkaskipting skýr milli þeirra sem að honum koma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×