

Skortir allt hugrekki í íslenska dagskrárgerð?
Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja.
Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi.
Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna.
Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun.
Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.
Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Áður en það verður of seint
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar