Innlent

Vilja viðræður um reykingabann

Hótel- og veitingamenn samþykktu á fundi sínum á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í morgun að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að reykingar verði bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum frá og með 1. júní 2007. Í tilkynningu frá veitingamönnum kemur fram að miklar breytingar hafi orðið síðustu árin á reykingavenjum fólks og tillitssemi aukist til muna. Hótel- og veitingamenn innan samtakanna hafi í fjölmörg ár unnið að því að reyklausum svæðum yrði fjölgað og nú sé svo komið að u.þ.b. 80 veitingastaðir séu alveg reyklausir og fjölmargir staðir til viðbótar leyfa ekki reykingar í matsölum. Þá leggja veitingamenn ríka áherslu á að breytingar sem gerðar verði á lögum um tóbaksvarnir vegna þessa verði gerðar í samstarfi við greinina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×