Innlent

Niðurstöður nefndar kynntar

Blaðamannafundur menntamálaráðherra hófst í Þjóðmenningarhúsinu nú klukkan þrjú þar sem niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar eru kynntar. Nefndin lauk störfum í nótt, en meðal þess sem hún leggur til að er að einstaklingar eða fyrirtæki megi ekki eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtækjum sem eru með meira en þriðjungs markaðshlutdeild. Þetta er gert til að sporna við samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum, en fallið er frá eldri hugmyndum um bann við því að sami aðili megi bæði eiga í ljósvakamiðli og prentmiðli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×