Mikil aukning í meðgöngusykursýki 7. apríl 2005 00:01 Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Konum sem greinast hafa með meðgöngusykursýki hefur fjölgað gífurlega hér á landi á undanförnum árum, að sögn Örnu Guðmundsdóttur læknis á göngudeild sykursjúkra á Landspítala háskólasjúkrahúsi. "Samtals voru 17 konur í eftirliti hjá okkur, vegna meðgöngusykursýki árið 1998," sagði Arna. "Sú tala var komin yfir 140 árið 2003. Ástæðan fyrir þessari aukningu felst meðal annars í aukinni leit að þessum fylgikvilla meðgöngunnar. Þá er offita vaxandi og það hefur komið í ljós að aðeins lítill hluti þessara kvenna er í kjörþyngd. Þessar konur eru yfir meðalaldri kvenna sem fæða börn á Íslandi og oftar en ekki eru þær fjölbyrjur. Meðgöngusykursýkin greinist oftast á síðari hluta meðgöngu, eða að meðaltali þegar konan er gengin 29 vikur með." Arna sagði, að nú færu allar barnshafandi konur sem hefðu einhvern áhættuþátt í svokallað sykurþolpróf. Ef það staðfesti sykursýki væri hafin meðferðin sem fælist í kolvetnasnauðu mataræði. Ef hún dygði ekki væri gripið til þess að gefa viðkomandi insúlin undir húð. Um 40 prósent þeirra sem fengju meðgöngusykursýki þyrftu slíka insúlínmeðferð. "Menn greinir enn á um hvort rétt er að kembileita hjá öllum barnshafandi konum," sagði Arna. "En enn sem komið er höfum við haldið okkur við prófun hjá konum með áhættuþætti svo sem þyngd móður, sykursýki í ættarsögu, sykur í þvag, fyrri ungburafæðingu, andvana fæðingu eða fósturgalla. Við höfum nýlega lokið við að skoða frekar hópinn sem greindist með meðgöngusykursýki 2002 - 2003 Þar kemur í ljós að meðalþyngd barnanna er 3693 grömm (14,7 merkur) sem er svipað og þyngd íslenskra nýbura almennt. Við sáum einnig að konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki eru mun oftar gangsettar en aðrar og eru oftar skornar keisaraskurði. Nú erum við að athuga fylgikvilla meðal nýburanna og ætlum að bera það saman við það sem gerist hjá nýburum almennt." Arna sagði, að meðgöngusykursýki gengi yfirleitt til baka hjá konum þegar þær væru búnar að fæða og fylgjan væri komin. Þó væru þær sem hana fengju í töluverðri hættu að fá sykursýki af tegund 2 innan fárra ára. Það væri eitt af því sem væri til athugunar nú.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira