Innlent

Mega ekki eiga meira en fjórðung

Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra leggur til að hvorki einstaklingar né fyrirtæki megi eiga meira en fjórðung í fjölmiðlafyrirtæki sem hafi þriðjungs markaðahlutdeild. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Tillögur nefndarinnar taka mið þremur meginmarkmiðum eftir því sem fram kemur í skýrslunni: fjölbreytni í fjölmiðlum, að neytendur hafi gott val og að upplýsingagjöf og gagnsæi verði gott. Nefndin leggur í aðalatriðum til að Ríkisútvarpið verði áfram öflugt almannaþjónustuútvarp með áherslu á sérstöðu þess, að settar verði reglur sem tryggi gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum og að reglur um leyfisveitingar til rekstar hljóðvarps og sjónvarps verði teknar til endurskoðunar með þaða að markmiði að aðgreina ólíka miðla.  Þá er enn fremur lagt ti að eignarhald á fjölmiðlum sem náð hafi ákveðinnni útbreiðslu eða hlutdeild á markaði verði bundið takmörkunum með þeim hætti að aðilum verði sett hófleg takmörk um heimilan eigarhluta, að settar verði reglur sem tryggi aukið val neytenda þannig að efnisveitur fái aðgang að ólíkum dreifiveitum og dreifiveitur fái flutningsrétt á fjölbreyttu efni Nefndin leggur einnig til aðð mótaðar verði reglur um ritjórnarlegt sjálfstæði á fjölmiðlum og að stjórnsýsla á sviði fjölmiðlunar verði einfölduð þannig að málefni fjölmiðla séu sem flest á verksviði eins og sama stjórnvaldsins sem starfað gæti sjálfstætt og/eða í tengslum við núverandi Póst- og fjarskiptastofnun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×