Innlent

Ekki söguleg sátt í fjölmiðlamáli

Því fer fjarri að söguleg sátt ríki um tillögur fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir í ályktun Frjálshyggjufélagsins. Þótt ýmis sósíalísk viðhorf hafi verið sætt með nýjum hugmyndum um skerðingu á tjáningarfrelsi frá fjölmiðlanefnd eru frelsisunnendur ekki sáttir, segja félagsmenn. Ótækt sé að gera greinarmun á tjáningarfrelsi og eignarhaldi á fjölmiðlum. Í ályktun Frjálshyggjufélagsins segir að þetta sé léleg tilraun stjórnmálamanna til þess að koma böndum á frjálsa fjölmiðla í landinu. Eina líklega skýringin á þessum þrengri lagaramma fjölmiðla sé ótti stjórnmálamannanna við það sem frjáls fjölmiðill gæti haft að segja um þá, segir í ályktuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×