Brýtur blað í sögunni 13. október 2005 19:01 Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira