Áhyggjulaus yfir markaleysinu 9. apríl 2005 00:01 Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sjá meira
Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sjá meira