Titillinn til Texas? 11. apríl 2005 00:01 Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun