Innlent

Ríkið frekast á bensín og áfengi

MYND/Haraldur Jónasson
Ef meta ætti hvar íslenska ríkið grefur hvað dýpst í vasa þegna sinna er bensín- og áfengisverð það fyrsta sem kemur upp í huga þeirra Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings hjá Alþýðusambandinu og Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna. Engin formleg könnun hefur þó verið gerð á því hvar eða af hverju ríkið fær hlutfallslega mest til baka en Ólafur Darri taldi lítinn vafa leika á því. "Bensíngjaldið er sérstök fjármögnun til vegagerðar og skattheimta og fyrirhyggja liggja væntanlega að baki á háu verði áfengis. Ég myndi giska á að á þessum tveimur liðum væri ríkið að taka til sín hvað mest af verðmæti vörunnar." Undir þetta tók formaður Neytendasamtakanna. "Áfengisverðið trónir tvímælalaust á toppnum enda að líkindum það hæsta í heiminum. Síðan kemur bensínið og bensíngjaldið sem er það hæsta eða næsthæsta í Evrópu og eflaust víðar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×