Innlent

Flestir jákvæðari en neikvæðari

"Persónulega er ég bjartsýn á að sameiningin verði samþykkt enda heyrist mér flestir jákvæðari en neikvæðari," segir Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri sameiningarnefndar sveitarfélaga á vesturlandi. Fyrir dyrum standa kosningar íbúa þeirra fimm hreppa sem um ræðir en kosið er þann 23. apríl. Hrepparnir eru Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Borgarbyggð og Skorradalshreppur og telur Hólmfríður líkurnar meiri en ekki að sameining verði samþykkt. "Það er mín tilfinning en hins vegar hef ég talsverðar áhyggjur af dræmri kjörsókn eins og dæmin sýna að oft er raunin. En vonandi verður þarna um lokakaflann að ræða á ferli sem staðið hefur yfir síðan 2003 og skilar sér í enn öflugra sveitarfélagi fyrir vikið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×