Dæmdur fyrir sama brot 14. apríl 2005 00:01 Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um að hafa ekið vélhjóli á 119 km hraða vestur Sæbraut að kvöldi 31. maí í fyrra. Hann kveðst ósáttur við að hafa verið dæmdur fyrir brot sem viðurkennt sé að annar maður hafi framið. „Ég er í rauninni dæmdur fyrir hans brot vegna þess að það er ómögulegt að mæla tvö ökutæki með einni ratsjá,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglumennina sem gerðu mælinguna hafa verið staðna að rangfærslum fyrir rétti og því mjög vafasamt að tekið skuli fullt mark á vitnisburði þeirra. Hann ætli ekki að una dómnum að þessu leyti. Fyrir stuttu var lögreglumaður sakfelldur í Héraðsdómi fyrir að hafa ekið í veg fyrir manninn á Ægissíðu, sama kvöld og hann var dæmdur fyrir að aka of hratt Sæbrautina. Lögreglumaðurinn var talinn hafa stofnað lífi hans í hættu. Maðurinn segir að hann hafi skollið á lögreglubílnum - það sýni framdekkið sem sé kýlt aftur. Eðli rispnanna á hjólinu sanni líka að hjólið hafi ekki runnið eftir götunni, eins og ákæruvaldið hafi haldið fram, heldur aðeins skollið á gangstéttarkantinum eftir að lögreglubílnum var ekið í veg fyrir það. Páll var sýknaður af ákæru um að hafa ekið á ólöglegum hraða þegar lögreglan stöðvaði hann. Fréttin var uppfærð þann 23. febrúar 2024. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ungur bifhjólamaður, sem lögreglan stöðvaði með því að aka í veg fyrir hann, var í dag sýknaður af því að hafa brotið af sér á þeim tíma. Hann var hins vegar dæmdur fyrir brot fyrr um kvöldið sem annar maður hefur gengist við og gert dómsátt. Maðurinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fundinn sekur um að hafa ekið vélhjóli á 119 km hraða vestur Sæbraut að kvöldi 31. maí í fyrra. Hann kveðst ósáttur við að hafa verið dæmdur fyrir brot sem viðurkennt sé að annar maður hafi framið. „Ég er í rauninni dæmdur fyrir hans brot vegna þess að það er ómögulegt að mæla tvö ökutæki með einni ratsjá,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglumennina sem gerðu mælinguna hafa verið staðna að rangfærslum fyrir rétti og því mjög vafasamt að tekið skuli fullt mark á vitnisburði þeirra. Hann ætli ekki að una dómnum að þessu leyti. Fyrir stuttu var lögreglumaður sakfelldur í Héraðsdómi fyrir að hafa ekið í veg fyrir manninn á Ægissíðu, sama kvöld og hann var dæmdur fyrir að aka of hratt Sæbrautina. Lögreglumaðurinn var talinn hafa stofnað lífi hans í hættu. Maðurinn segir að hann hafi skollið á lögreglubílnum - það sýni framdekkið sem sé kýlt aftur. Eðli rispnanna á hjólinu sanni líka að hjólið hafi ekki runnið eftir götunni, eins og ákæruvaldið hafi haldið fram, heldur aðeins skollið á gangstéttarkantinum eftir að lögreglubílnum var ekið í veg fyrir það. Páll var sýknaður af ákæru um að hafa ekið á ólöglegum hraða þegar lögreglan stöðvaði hann. Fréttin var uppfærð þann 23. febrúar 2024.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira