Innlent

Um sjö þúsund nýir félagar

Ætla má að um sjö þúsund manns hafi skráð sig í Samfylkinguna áður en kjörskrá fyrir formannskosningarnar var lokað. Það þýðir að Samfylkingarmönnum hafi fjölgað um helming frá áramótum. Eftir því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Silfri Egils skráðu 3.154 sig í flokkinn á kosningaskrifstofu hennar, um tvö þúsund á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar og svipaður fjöldi á skrifstofu flokksins. Á starfsstöð Össurar sögðu menn í dag að þetta væri ekki keppni um fjölda nýskráninga. Það mun hins vegar ekki liggja fyrir formlega fyrr en eftir klukkan átta í kvöld hve margir nýju félagarnir eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×