Innlent

Umsóknin verði dregin til baka

Samband ungra Sjálfstæðismanna vill að ríkisstjórn Íslands dragi umsókn Íslands um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til baka. Í ályktun sem sambandið var að senda frá sér segir að kostnaðurinn við aðildarferlið, og þá kosningarbaráttu sem heyja þurfi vegna aðildar, sé gríðarlegur, auk þess sem seta í ráðinu muni leiða til stóraukinna útgjalda til utanríkismála. Þá hafi ekki verið gerð nægileg grein fyrir því hvaða verkefnum Ísland muni beita sér fyrir í öryggisráðinu eða öðrum ávinningi af setu landsins þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×