Líst vel á verðhækkun á díselolíu 19. apríl 2005 00:01 Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar. Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður. Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því. Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar. Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður. Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira