HÍ ódýr í rekstri 20. apríl 2005 00:01 Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli ráðast að verulegu leyti af því hvaða stefna í uppbyggingu og stjórnun verður valin á komandi árum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Þar segir að ljóst sé að staða Háskóla Íslands hafi breyst verulega á síðustu árum og hann sé nú farinn að keppa við aðra innlenda háskóla um fjármagn, nemendur og kennara. Ríkisendurskoðun segir að ört stækkandi nemendahópur valdi vissum áhyggjum, enda þrengi hann verulega að fjárhagsstöðu skólans, um leið og metnaðarfullar hugmyndir um framhaldsnám og rannsóknir kalli á aukið fé og fleira starfsfólk. Telur Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að huga að því hvernig skólinn eigi að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Í fyrsta lagi geti skólinn reynt að laga starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu, t.d. með því að takmarka fjölda nemenda við það fé sem hann fær greitt fyrir, og fara sér hægar við að byggja upp framhaldsnám og rannsóknarstarfsemi. Annar möguleiki sé að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri. Þá telur Ríkisendurskoðun að skoða þurfi hvort unnt sé að auka tekjur Háskólans, annað hvort með meiri fjárveitingum úr ríkissjóði eða með skólagjöldum og auknum styrkjum. Auk þess er talið mikilvægt að farið verði yfir verkaskiptingu miðlægrar stjórnsýslu skólans, fjármálastýring hans verði styrkt og honum veitt meiri ábyrgð á launamálum starfsmanna en hingað til. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Háskóli Íslands er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við sambærilega evrópska háskóla. Árangur hans á mörgum sviðum kennslu og rannsókna er sömuleiðis ágætur. Ljóst er hins vegar að möguleikar hans til að þróast sem öflugur alþjóðlegur rannsóknarháskóli ráðast að verulegu leyti af því hvaða stefna í uppbyggingu og stjórnun verður valin á komandi árum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Þar segir að ljóst sé að staða Háskóla Íslands hafi breyst verulega á síðustu árum og hann sé nú farinn að keppa við aðra innlenda háskóla um fjármagn, nemendur og kennara. Ríkisendurskoðun segir að ört stækkandi nemendahópur valdi vissum áhyggjum, enda þrengi hann verulega að fjárhagsstöðu skólans, um leið og metnaðarfullar hugmyndir um framhaldsnám og rannsóknir kalli á aukið fé og fleira starfsfólk. Telur Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að huga að því hvernig skólinn eigi að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Í fyrsta lagi geti skólinn reynt að laga starfsemi sína að núverandi fjárhagsstöðu, t.d. með því að takmarka fjölda nemenda við það fé sem hann fær greitt fyrir, og fara sér hægar við að byggja upp framhaldsnám og rannsóknarstarfsemi. Annar möguleiki sé að reyna enn frekar að hemja kostnað og hagræða í rekstri. Þá telur Ríkisendurskoðun að skoða þurfi hvort unnt sé að auka tekjur Háskólans, annað hvort með meiri fjárveitingum úr ríkissjóði eða með skólagjöldum og auknum styrkjum. Auk þess er talið mikilvægt að farið verði yfir verkaskiptingu miðlægrar stjórnsýslu skólans, fjármálastýring hans verði styrkt og honum veitt meiri ábyrgð á launamálum starfsmanna en hingað til.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira