Innlent

Jón Ólafsson borgaði brúsann fyrir R-listann 1994

Jón Ólafsson kaupsýslumaður sem áður átti Norðurljós og fleiri fyrirtæki, greiddi allan auglýsingakostnað R-listans vegna borgarstjórnarkosninganna 1994. Þetta fullyrti Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Hannes sagði Jón sjálfan hafa tjáð sér þetta í kvöldverðarboði heima hjá Jóhanni J. Ólafssyni haustið 1996. Hannes Hólmsteinn vakti í Silfri Egils máls á þessu og sagðist þar með vilja leiðrétta það sem fullyrt hefði verið, að hann hefði talað um fjárhagsleg tengsl Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Baugs. Hannes sagðist aldrei hafa haldið slíku fram en hins vegar hefði hann bent á fjárhagsleg tengsl Ingibjargar Sólrúnar og Jóns Ólafssonar. Hér má hlusta á bút úr Silfri Egils og fullyrðingar Hannesar Hólmsteins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×